Lengi var búist við því að Carteret-eyjur undan strönd Nýju-Gíneu yrðu fyrstu byggðu eyjarnar til að hverfa í gin hafsins vegna hækkandi stöðu sjávar. Fyrst allra varð þó eyjan Lohachara í Bengalflóa en þar bjuggu eitt sinn 10.000 manns. Íbúar Lohachara og granneyjarinnar Ghoramara, sem er að miklu leyti farin í kaf, voru fluttir til eyjunnar Sagar. Þar búa nú 75.000 manns og hún er líka hægt og rólega að hverfa í hafið. Vanuatu-eyjaklasinn í Kyrrahafi er enn ofansjávar þótt byrjað sé að flytja íbúa þeirra sem lægst standa á brott. Og þetta er rétt að byrja…