A POOR STANDARD?

22.12.2006

Standard & Poor’s hefur gefið út nýtt mat á lánshæfismati ríkissjóðs sem er í rökréttu framhaldi af viðvörun fyrirtækisins frá því í sumar. Æðstu menn Íslands segja þetta hins vegar vera ferlega óheppilegt og óvænt og nokkuð sem þeir hefðu helst viljað vera án.
Já, sannleikanum verður hver sárreiðastur og mikið væri nú gott ef hagfóturinn þyrfti ekki að reka sig á staðreyndir hér í aðdraganda kosninga. Eftir þær má syndaflóðið hins vegar koma.