Að bjóða einhverjum byrgið

20.12.2006

Þættinum hefur borist bréf þar sem tilgreint er orðatiltækið ,,að bjóða einhverjum byrgið“. Kannast hlustendur við það eða vita hvaða merkingu það hefur? Er það eingöngu bundið við Suðurland eða þekkist það líka í öðrum landshlutum?
Í Íslenskri orðabók er orðið ,,byrgismaður“ tilgreint sem friðill og orðið ,,byrgisskapur“ sem saurlifnaður eða samfarir utan hjónabands. Eru þessi hugtök tengd fyrrnefndu orðatiltæki?

One Response to “Að bjóða einhverjum byrgið”

  1. Dunni Says:

    Orðið „byrgisnautur“ ku vera tengt orðatiltækinu. Gaman væri ef fróðir menn gætu sagt okkur eitthvað meira um tilurð þess.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: