Börn læra á tölvur á Seychelleseyjum

19.12.2006

Á þessari mynd má sjá hóp brosandi barna sem umkringdu Heidi á strönd á suðurhluta Mahe-eyjar á Seychelleseyjum vorið 2004. Kannski eru einhver þeirra einmitt núna að læra á tölvur sem Íslendingar hafa safnað, komið til landsins og hjálpað skólayfirvöldum við að setja þær upp í barnaskólum landsins. Það er glæsilegt framtak sem vísar veg í alþjóðlegri þróunarhjálp. Vonandi verður framhald á þessu göfuga starfi sem hófst með einstaklingsframtaki eins og flest það sem til bóta horfir.

%d bloggurum líkar þetta: