Á þessari mynd má sjá hóp brosandi barna sem umkringdu Heidi á strönd á suðurhluta Mahe-eyjar á Seychelleseyjum vorið 2004. Kannski eru einhver þeirra einmitt núna að læra á tölvur sem Íslendingar hafa safnað, komið til landsins og hjálpað skólayfirvöldum við að setja þær upp í barnaskólum landsins. Það er glæsilegt framtak sem vísar veg í alþjóðlegri þróunarhjálp. Vonandi verður framhald á þessu göfuga starfi sem hófst með einstaklingsframtaki eins og flest það sem til bóta horfir.

Það er alltaf gaman að því þegar fréttamenn leyfa sér að snúa smávegis upp á tungumálið í fréttaflutningi sínum. Nýjasta dæmið, sem kannski er þó á mörkunum, er að finna í vefútgáfu Vísis í dag. Þar er sagt frá nýrri handtöku vegna portkonumorðanna í Ipswich og segir meðal annars: ,,Lögregla telur óyggjandi að morðin tengist, enda nálíkar aðferðir…“
Nálíkar aðferðir?!