Enn um kornflex

8.12.2006

Í þessari klausu ræddi ég um kornflex og kynlíf en kornflex er eins og allir ættu að vita búið til úr maís og er enda líka kallað maísflögur á íslensku.
Nú tók Mogginn sig til á sunnudaginn var og sagði sögu kornflexins en í greininni er tönnlast á því að kornflex sé búið til úr hveitikornum. Þar er þýðingapúkinn að stríða því corn þýðir vissulega hveiti í Englandi en í Bandaríkjunum þýðir það maís. Nóg er að benda á poppkorn því til staðfestingar. Allir sem vilja, sjá að þar er um þurrkaðan maís að ræða.

%d bloggurum líkar þetta: