Guðjón Ólafur Jónsson var mér samferða í flugi heim frá Köben í byrjun nóvember (við lentum báðir í langa hangsinu eftir óveðrið). Hann hefur einnig nýlega verið í New York og því ekki óvanur utanlandsferðum.
Það er orðið giska úrelt lýðskrum að gagnrýna utanferðir, þær eru orðinn það snar þáttur í lífi allra landsmanna. Af þessu má draga þá ályktun að besta leiðin til að losna við Guðjón Ólaf Jónsson úr íslenskri pólitík sé einfaldlega að gefa honum orðið.

Enn um kornflex

8.12.2006

Í þessari klausu ræddi ég um kornflex og kynlíf en kornflex er eins og allir ættu að vita búið til úr maís og er enda líka kallað maísflögur á íslensku.
Nú tók Mogginn sig til á sunnudaginn var og sagði sögu kornflexins en í greininni er tönnlast á því að kornflex sé búið til úr hveitikornum. Þar er þýðingapúkinn að stríða því corn þýðir vissulega hveiti í Englandi en í Bandaríkjunum þýðir það maís. Nóg er að benda á poppkorn því til staðfestingar. Allir sem vilja, sjá að þar er um þurrkaðan maís að ræða.