Mér barst áðan fundarboð með m.a. eftirfarandi upplýsingum: ,,Fundarsýra verður Sædís …“
Ég fór að velta því fyrir mér hvað fundarsýra gerir og það liggur náttúrulega beint við að hún geri fundarmenn súra. Ég ætla þó að vona að þessi prentvilla í orðinu fundarstýra eyðileggi ekki annars ágætan fund.
Þá rifjaðist líka upp fyrir mér ágætis orð sem kunningjakona mín ein notaði á sínum tíma yfir heimasætuna dóttur sína þegar gelgjan herjaði sem verst á hana. Þá var stúlkukindin af móður sinni kölluð heimasúran!