Vísbending #5

4.12.2006

Sá sem spurt er um í 1. lið var skírður Tyge en notaði á fullorðinsárum fjölþjóðlegri útgáfu af því nafni (meira „erlendis“ nafn eins og Bjöggi hefði sagt).
Ég sé af athugasemdum við síðustu vísbendingu að báðir lesendur mínir eru enn í vafa. Mér sýnist því einboðið að hefja strax á morgun nýja vísbendingaumferð en gef þó hér eina aukavísbendingu um sameiginlega þáttinn. Hann varðar búsetu.

Vísbending #4

4.12.2006

Sá sem vísað er til í 2. lið spurningarinnar er jafnan kallaður íslensku nafni hér á landi og ber auk þess einstakt og samsett viðurnefni.

Vísbending #3

4.12.2006

Sá sem spurt er um í 3. lið hefur gert gloríur á Íslandi.