Tsjadskt vandamál

30.11.2006

Íslendingar geta verið flinkir að þýða erlend orð. En er ekki stundum fulllangt gengið í að íslenska landaheiti? Mér finnst t.d. Síle alveg einstaklega ljót útgáfa af nafninu Chile svo ekki sé nú talað um orðskrípið Tsjetsjenía sem er hreinlega með ólíkindum. Téténía er mun betra þótt líklega liggi Tétsnía næst framburði heimamanna þar. Tsjad er líka svona heimabrugg sem mér a.m.k. þykir ekki gott.

%d bloggurum líkar þetta: