Í tilefni dagsins – kebabnorska – hríslenska

16.11.2006

Mikill meirihluti innflytjenda í Noregi kemur frá Pakistan og nágrannalöndum þess. Kebab er þar algeng fæða og þess vegna hefur hugtakið kebab-norska orðið til yfir nýja norska mállýsku sem lýtur að ýmsu leyti lögmálum bæði urdū og hindi og annarra mála sem töluð eru á þessum slóðum. Þessi þróun er reyndar komin nokkuð lengra í götuslangrinu í Danmörku en ég þekki ekkert heiti yfir þá mállýsku.
En er hægt að bera þetta saman við einhverja þá útgáfu af íslensku sem smám saman er að verða til á meðal hópa innflytjenda til Íslands? Mætti ekki að kalla þá mállýsku hríslensku sem nú er að þróast á meðal fólks af austurasísku bergi brotnu?
Tungumálið er stórkostlegt leikfang sem þolir bæði hnoð og hnjask. Það eina sem það þolir ekki er þöggun.

2 Responses to “Í tilefni dagsins – kebabnorska – hríslenska”

  1. hemmi Says:

    „Muhammed-dansk“ er eitt af þessum dönsku djók-orðum, og held ég að það hafi verið þjóðernissinnin Mogens Glistrup sem stofnaði Fremskridtspartiet, sem eigi höfundarréttin af orðinu, sat inni fyrir nokkrum áratugum fyrir að vekja athygli dönsku þjóðarinnar á að hann borgaði 0% í skatt, hann hafði fundið smugu á dönsku skattalöggjöfinni sem gerði honum kleift að borga 0% í skatt, snillingur á sumum sviðum, en annars er þessi maður algerlega „bindegal“ milt til orða tekið, mikill racisti, og var hann mikill vinur Simon Spies sem var nú ekki minni sérlingur

  2. Matti Says:

    Skattasmugan sú var nú reyndar hálfgerð ekki-smuga svo kallinn var dæmdur og tók johnsen á það.
    En Muhammed-dansk er sniðugur orðaleikur þótt varla þyki hann nú alls staðar pólitískt kórréttur eftir atburði síðasta árs.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: