Mikill meirihluti innflytjenda í Noregi kemur frá Pakistan og nágrannalöndum þess. Kebab er þar algeng fæða og þess vegna hefur hugtakið kebab-norska orðið til yfir nýja norska mállýsku sem lýtur að ýmsu leyti lögmálum bæði urdū og hindi og annarra mála sem töluð eru á þessum slóðum. Þessi þróun er reyndar komin nokkuð lengra í götuslangrinu í Danmörku en ég þekki ekkert heiti yfir þá mállýsku.
En er hægt að bera þetta saman við einhverja þá útgáfu af íslensku sem smám saman er að verða til á meðal hópa innflytjenda til Íslands? Mætti ekki að kalla þá mállýsku hríslensku sem nú er að þróast á meðal fólks af austurasísku bergi brotnu?
Tungumálið er stórkostlegt leikfang sem þolir bæði hnoð og hnjask. Það eina sem það þolir ekki er þöggun.