Grethe hefur kvatt

14.11.2006

Hún mágkona mín Grethe kvaddi þennan heim í Þrándheimi upp úr hádeginu í dag, líklega södd lífdaga þrátt fyrir ekki mjög háan aldur.
Ég hafði ekki mjög mikið af henni að segja mörg undanfarin ár en sem betur fer náðum við að styrkja tengslin með spjalli á MSN-inu síðasta hálfa árið eða svo.
Fari hún í friði. Elisabeth, Per Johan og Helene fá samúðarkveðjur okkar.

%d bloggurum líkar þetta: