Springtime For Hitler

7.11.2006

Mel Brooks gerði hina ódauðlegu mynd The Producers, sem hefur reyndar verið endurgerð og nú er söngleikurinn kominn á fjalirnar. Þar leikur Melurinn sér með allar hefðir bandaríska söngleikjaformsins og snýr upp á þær og skrumskælir svo úr verður hin besta skemmtun. Senuþjófurinn í dönsku uppsetningunni í Det Ny Teater er auðvitað Franz Liebkind sem túlkaður er með groddalegri kímni af Ole Thestrup.
Það læðist reyndar að mér sá grunur að innblástur í þá persónu sé sóttur í sögu bandaríska nasistaforingjans Georges Lincolns Rockwell en ævi hans er tengd Íslandi órjúfanlegum böndum eins og lesa má í ævisögu hans, This Time The World. En það er önnur saga.

%d bloggurum líkar þetta: