Tsjadskt vandamál
30.11.2006
Íslendingar geta verið flinkir að þýða erlend orð. En er ekki stundum fulllangt gengið í að íslenska landaheiti? Mér finnst t.d. Síle alveg einstaklega ljót útgáfa af nafninu Chile svo ekki sé nú talað um orðskrípið Tsjetsjenía sem er hreinlega með ólíkindum. Téténía er mun betra þótt líklega liggi Tétsnía næst framburði heimamanna þar. Tsjad er líka svona heimabrugg sem mér a.m.k. þykir ekki gott.
Seinna heimsstríð 20. aldar og Írak
26.11.2006
Michael Moore bendir í þessari grein á að í dag hafi Bandaríkjamenn verið jafn lengi í Írak og her þeirra barðist á sínum tíma í seinna heimsstríði 20. aldar. Á árunum 1941 til 195 frelsaði herinn Evrópu, tók til á Kyrrahafi og vann stóra sigra í Afríku en í Írak hefur honum ekki einu sinni tekist að tryggja veginn frá flugvellinum til Bagdad.
Þessi úttekt Moores er virkilega þess virði að sem flestir lesi hana þótt ekki sé víst að allir viðurkenni sögulegar ályktanir hans.
Er hægt að misþyrma börnum öllu verr?
26.11.2006
Mynd:Dzhambulat Khotokov
Notað & nýtt
25.11.2006
Óska eftir að kaupa West Ham treyju, á sama stað fæst keypt lítið notuð Chelsea-treyja.
Vatnaskil
22.11.2006
Mjǫk erum tregt …
20.11.2006
Hún Lia litla dóttir Line lifði bara í þrjá daga í þessum heimi. Sumir vegir eru órannsakanlegir…
Galaxy Song
19.11.2006
Snillingarnir í Monthy Pyton unnu lag Erics Idle Galaxy Song fyrir myndina „The Meaning of Life“. Ég rakst á þessa myndbandsútgáfu af því á flandri mínu um Netheima og má til með að leyfa fleirum að njóta hennar.
Mismæli dagsins
17.11.2006
Oft verður gamall hestur úr geldum fola.
Í tilefni dagsins – kebabnorska – hríslenska
16.11.2006
Mikill meirihluti innflytjenda í Noregi kemur frá Pakistan og nágrannalöndum þess. Kebab er þar algeng fæða og þess vegna hefur hugtakið kebab-norska orðið til yfir nýja norska mállýsku sem lýtur að ýmsu leyti lögmálum bæði urdū og hindi og annarra mála sem töluð eru á þessum slóðum. Þessi þróun er reyndar komin nokkuð lengra í götuslangrinu í Danmörku en ég þekki ekkert heiti yfir þá mállýsku.
En er hægt að bera þetta saman við einhverja þá útgáfu af íslensku sem smám saman er að verða til á meðal hópa innflytjenda til Íslands? Mætti ekki að kalla þá mállýsku hríslensku sem nú er að þróast á meðal fólks af austurasísku bergi brotnu?
Tungumálið er stórkostlegt leikfang sem þolir bæði hnoð og hnjask. Það eina sem það þolir ekki er þöggun.
Þjóðhátíðardagur Palestínu!
15.11.2006
Ríkið Palestína heldur þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í dag. Ég óska þjóðinni til hamingju með daginn og vona að allt fari vel.
Það er einlæg ósk mín að Ísraelsmenn haldi ekki upp á hann með allt of umfangsmikilli flugeldasýningu, nóg er nú samt.