Hraðbrautablogg

30.10.2006

Í nýlegri yfirlýsingu blaðamanna án landamæra kom í ljós að Bandaríkin eru í 57. sæti hvað varðar sjálfstæði fjölmiðla. Það er því ekki að undra að fólk sem eitthvað liggur á hjarta í því landi leiti óhefðbundinna leið til að koma skoðun sinni á framfæri, einkum ef hún gengur í berhögg við ráðstjórnina þar.
Hraðbrautabloggið
er nýjasta og að mörgu leyti áhugaverðasta framlagið. Fólk sem fær góða hugmynd að yfirlýsingu eða slagorði skrifar það á nógu stórt spjald og kemur spjaldinu svo fyrir einhvers staðar þar sem vel sést til þess frá þjóðveginum. Þannig geta menn fengið hundruð þúsunda lesenda á skömmum tíma þegar best lætur. Fulltrúar yfirvalda taka þau svo niður aftur en þá hefur boðskapurinn náð að berast og menn sá fræjum.
Það er eitthvað annað að sjá þetta en meiningarlaust tússkrassið sem hugmyndasnauðir aumingjar nota til að affegra umhverfi sitt, bæði hér á landi og annars staðar.

%d bloggurum líkar þetta: