Skáldspíran Ridar T. Falls

29.10.2006

Á mínum yngri árum þekkti ég nokkuð vel Ridar T. Falls (sem íslenskir gárungar kölluðu stundum Riðar til Falls). Ridar er af norsku, dönsku og íslensku bergi brotinn og kann töluvert fyrir sér í þjóðtungum allra þessara þjóða, auk þess sem hann lærði þokkalega ensku af dægurlagatextum og Dýrlingnum.
Ridar var og er ódrepandi skáldspíra sem stundum orti af nokkurri kímni og kunni að «tænke skævt» eins og Danskurinn segir. Hann stundaði það lengi að offsetfjölrita ljóð sín ódýrt og selja á veitingahúsum. Verðið miðaðist oft við tvo stóra bjóra á staðnum en stundum lét Ridar sér duga einn, einkum ef kvöldsett var orðið. Hann er nú hættur þessu amstri en tjáði mér nýverið í í fágætu póstkorti að kannski myndi hann koma sér upp bloggsíðu á næstunni fyrir hugverk sín.

Tilefni þess að ég rifja þetta upp er það að á sama póstkorti sendi hann mér örlítið betrumbættan texta úr söng eftir þá Lennon/McCartney:

„You say yes,
I say no,
You say stop
and I say, go, go, golddigger…“

 Ég mun kannski við síðara tækifæri rifja upp eldri ljóð og sögur sem tengjast Ridari.

2 Responses to “Skáldspíran Ridar T. Falls”

  1. Gísli Says:

    mig minnir að Ridar hafi stundað nám í Öldutúninu…

  2. Matti Says:

    Já, en með löngum og miklum hléum þó og lauk grunnskólaprófi á tvítugsaldri.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: