Elías Mar hættir að skrifa

28.10.2006

Í Lesbók Moggans er skemmtileg úttekt á rithöfundarferli Elíasar Mar (skyldi síminn hjá honum ekki hafa verið hleraður einhvern tímann? Hann vann jú á Þjóðviljanum og þótti ,,hættulegur“ maður). En hvers vegna hætti hann að skrifa? Ekkert ljóst svar fékkst við því í greininni.
Þá minntist ég þess tíma þegar ég hafði ungur maður sumarvinnu nokkur ár á drykkjumannahælinu á Akurhóli við Gunnarsholt (eða Alkóhóli eins og sumir kölluðu staðinn). Ég bjó á bókasafninu niðri í kjallara og datt meðal annars í það að lesa Sóleyjarsögu eftir Elías. Einhver vistmannanna sá hvað ég var með í höndunum, hló við og sagði: ,,En veistu hvers vegna Elías hætti að skrifa?“
Nei, það vissi ég ekki og þá kom svarið: ,,Það gerðist þegar læknar hættu að geta ávísað á amfetamín í apótekinu!“

%d bloggurum líkar þetta: