Uppi er sá misskilningur að Íslendingar veiði hvali. Það er rangt. Enginn segir að Belgar séu barnaníðingar þótt belgískur borgari hafi verið staðinn að verki við það.
Íslendingar veiða ekki hvali heldur leyfir sjávarútvegsráðherra mikilvægum fjárhagslegum bakhjarli sínum að skutla nokkrar horaðar langreyðar sem eru að villast á Íslandsmiðum á röngum tíma árs.
Minkurinn er eitt af fáum dýrum sem drepur meira en hann getur komið í lóg. Það er aðeins eitt sem réttlætt getur veiðar siðmenntaðs fólks á villtri bráð, að hægt sé að selja afurðirnar til manneldis. Annað er barbarismi – drápsæði eins og rennur á minka í hænsnabúi.
Fái Íslendingar á sig þannig orð er það enginn hvalreki.