Stundum er sagt að Akureyringum finnst aðeins eitt vera betra en sólskin á Akureyri og það sé rigning fyrir sunnan. Oft heyrir maður miklar tröllasögur af veðrinu fyrir norðan en ég hef haft tilhneigingu til að trúa þeim, þetta ku jú verða grandsamt fólk.
Ekki-frétt gærdagsins slær þó á þá trú. Þar var nefnilega í löngu máli sagt frá 40 stiga hitasvækju sem norðanmenn áttu að hafa verið í á Mallorka og því hafi viðbrigðin verið mikil að koma heim í frostmarkið á klakanum.
Það er aðeins eitt að þessari sögu, um nokkurn tíma hefur hiti á þessum slóðum í Miðjarðarhafinu verið í kringum 25 stig.
Munchausen er greinilega enn sprellifandi fyrir norðan, einhver útvarpsfréttamaður lætur glepjast og af því að fréttin er utan af landi er hún birt óstytt og athugasemdalaust. Fréttastofan þorir nefnilega ekki að hræra í fréttum þaðan því þá er hún sökuð um að mismuna landsbyggðinni.