Niðurlæging – landráð

26.9.2006

Það hlýtur að vera ótrúlega niðurlægjandi fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra að komast að því að þrátt fyrir yfirsýn þeirra og heimsóknir í allar deildir ráðuneyta sinna hafi mikilvægri starfsemi verið haldið leyndri fyrir þeim af einhverjum myrkramönnum.
Oft hefur verið geipað um meint landráð vinstri manna þótt jafnvel hörðustu varðhundum hægri valdsins  hafi orðið lítt ágengt við að sýna fram á þau. En eru hér ekki komin þau raunverulegu landráð sem framin voru á tímum kalda stríðsins – í nafni þjóðaröryggis en öryggis hvers í raun?

3 Responses to “Niðurlæging – landráð”

 1. Gísli R. Says:

  Og svo var söfnuðum persónuupplýsingum samviskusamlega komið til bandaríska sendiráðsins. Það er óhugnanlegt að horfa upp á það að sumir valdamiklir menn virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta.

 2. Matti Says:

  Á níunda áratug var eitt sinn gengið fyrsta maí frá Grensásvegi og niður Safamýri. Þar uppi á svölum eins hússins sá ég bandarískan sendiráðsmann, sem ég hafði af tilviljun kynnst í samkvæmi, með risastóra myndavél og linsu að keppast við að taka myndir af göngufólki.
  Það voru ekki bara Íslendingar sem unnu fyrir það sem nú er kallað Deild 5.

 3. Sigurður Arnarson Says:

  Það lítur út fyrir að enginn hafi fengið að vita af þessu nema sjálfstæðismenn. Þetta getur því varla talist leyniþjónusta Íslands, heldur Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins. Slíkt þætti a.m.k. skandall í Svíþjóð!


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: