Við erum komin heim af Austurvelli eftir öfluga kvöldgöngu og eftir að hafa hitt marga vini og ættingja.
Þar sem ég sit og renni yfir fréttavefina fyrir svefninn verður mér hugsað til mannanna í 5. deildinni hans Björns Bjarna sem nú sitja líklega sveittir og skrifa skýrslur um Ómar og okkur hin.
Skyldu allir dómsmálaráðherrar framtíðarinnar fá að vita af þeim?

Það hlýtur að vera ótrúlega niðurlægjandi fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra að komast að því að þrátt fyrir yfirsýn þeirra og heimsóknir í allar deildir ráðuneyta sinna hafi mikilvægri starfsemi verið haldið leyndri fyrir þeim af einhverjum myrkramönnum.
Oft hefur verið geipað um meint landráð vinstri manna þótt jafnvel hörðustu varðhundum hægri valdsins  hafi orðið lítt ágengt við að sýna fram á þau. En eru hér ekki komin þau raunverulegu landráð sem framin voru á tímum kalda stríðsins – í nafni þjóðaröryggis en öryggis hvers í raun?