Magni

13.9.2006

Hvað er þessi maður að gera í Kaliforníu ef hann er á móti sól?

Við erum margir sem látum skeggið vaxa. Ástæður þessa geta verið ýmsar og oft er það ungum mönnum mikið atriði að sýna að þeim er farin að spretta grön. Aðrir koma sér upp skeggi því þeir nenna ekki að raka sig á morgnana.
Það er nokkuð mismunandi hvar í andlitinu skeggið sprettur, stundum er það eins og þéttriðið teppi yfir trýnið allt, stundum gisnara og skegglausir flekkir sjást á milli.
Verst er þó að með aldrinum fer skeggið að haga sér eins og skriðsóleyin, skríður inn í nef og eyru og ef menn gæta ekki að sér fá þeir svo myndarlega brúska þar að mála mætti glugga með þeim.
Raftækjaverslanir ku nú vera farnar að selja vélorf til að bregðast við þessari órækt.