Að sampla heiti bókmenntaverka

10.9.2006

Tónlist okkar tíma byggist mikið á sömplun eða smölun, það er að menn taka hljóð, takta eða sóló/riff úr tónlist annarra með stafrænum græjum, öfugt við það sem áður tíðkaðist, að stela þeim bara og spila sjálfir.
Það hefur heldur ekki verið frítt við að þetta hafi verið stundað í bókmenntum líka, jafnvel heilu og hálfu kaflarnir eru fengnir að láni, söguþræðir annarra eru spunnir að nýju og persónur flakka á milli verka ýmissa höfunda.
Ekki hefur þó borið mikið á því að menn rændu titlum en hér eru þrjár tillögur um sömplun á heitum bókmenntaverka:
Saga Bush-feðga sem stríðsforseta – Vesalingarnir
Pumpubúnaður fyrir fiskeldi – Laxdæla
Ný dönsk fituskert skinka – Hamlet

%d bloggurum líkar þetta: