Den evige toer

30.9.2006

Norrænar tungur eiga þetta hugtak yfir þann sem aldrei er alveg nógu góður til að sigra. Í íslensku er nú vel hægt að fara að þýða það með KR. Annað sætið virðist vera hlutskipti liðsins í hverju mótinu á fætur öðru.
Keflvíkingum er óskað til hamingju með bikarinn og eru þeir vel að heiðrinum komnir sem sigurlið ársins við hlið FH.

Ein listaspíran gerði sér mikinn mat úr einhverju drasli úr fórum Hitlers og hélt hvern blaðamannafundinn á fætur öðrum til að lýsa væntanlegum verkum sínum byggðum á þeim. Myndir voru birtar í blöðum og þjóðin beið spennt – eða þannig.
Leið nú og beið og ekkert gerðist. Skyndilega var haldinn einn blaðamannafundurinn enn og með umfjöllun og ljósmynd gerði snillingurinn þjóðinni grein fyrir því hvernig verkið varð honum ofviða. Örugglega reyndar áformaður hluti gjörningsins allan tímann – og algjört prump vitaskuld.
Þetta minnir á annan listamann sem fékk blaðaumfjöllun út á það eitt að fara í uppvask á veitingastað til að verða sér úti um peninga en það er algeng leið hjá listamönnum sem berjast í bökkum  og bönkum.
Það er svo reyndar skemmtilega óvænt tilvísun í villt líf rokkhunda að verkið sem sá fyrrnefndi gafst upp á var að klambra saman stúku!

Við erum komin heim af Austurvelli eftir öfluga kvöldgöngu og eftir að hafa hitt marga vini og ættingja.
Þar sem ég sit og renni yfir fréttavefina fyrir svefninn verður mér hugsað til mannanna í 5. deildinni hans Björns Bjarna sem nú sitja líklega sveittir og skrifa skýrslur um Ómar og okkur hin.
Skyldu allir dómsmálaráðherrar framtíðarinnar fá að vita af þeim?

Það hlýtur að vera ótrúlega niðurlægjandi fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra að komast að því að þrátt fyrir yfirsýn þeirra og heimsóknir í allar deildir ráðuneyta sinna hafi mikilvægri starfsemi verið haldið leyndri fyrir þeim af einhverjum myrkramönnum.
Oft hefur verið geipað um meint landráð vinstri manna þótt jafnvel hörðustu varðhundum hægri valdsins  hafi orðið lítt ágengt við að sýna fram á þau. En eru hér ekki komin þau raunverulegu landráð sem framin voru á tímum kalda stríðsins – í nafni þjóðaröryggis en öryggis hvers í raun?

Magni

13.9.2006

Hvað er þessi maður að gera í Kaliforníu ef hann er á móti sól?

Við erum margir sem látum skeggið vaxa. Ástæður þessa geta verið ýmsar og oft er það ungum mönnum mikið atriði að sýna að þeim er farin að spretta grön. Aðrir koma sér upp skeggi því þeir nenna ekki að raka sig á morgnana.
Það er nokkuð mismunandi hvar í andlitinu skeggið sprettur, stundum er það eins og þéttriðið teppi yfir trýnið allt, stundum gisnara og skegglausir flekkir sjást á milli.
Verst er þó að með aldrinum fer skeggið að haga sér eins og skriðsóleyin, skríður inn í nef og eyru og ef menn gæta ekki að sér fá þeir svo myndarlega brúska þar að mála mætti glugga með þeim.
Raftækjaverslanir ku nú vera farnar að selja vélorf til að bregðast við þessari órækt.

Tónlist okkar tíma byggist mikið á sömplun eða smölun, það er að menn taka hljóð, takta eða sóló/riff úr tónlist annarra með stafrænum græjum, öfugt við það sem áður tíðkaðist, að stela þeim bara og spila sjálfir.
Það hefur heldur ekki verið frítt við að þetta hafi verið stundað í bókmenntum líka, jafnvel heilu og hálfu kaflarnir eru fengnir að láni, söguþræðir annarra eru spunnir að nýju og persónur flakka á milli verka ýmissa höfunda.
Ekki hefur þó borið mikið á því að menn rændu titlum en hér eru þrjár tillögur um sömplun á heitum bókmenntaverka:
Saga Bush-feðga sem stríðsforseta – Vesalingarnir
Pumpubúnaður fyrir fiskeldi – Laxdæla
Ný dönsk fituskert skinka – Hamlet

Breiðfylking?

5.9.2006

Ég er farinn í Suðurkjördæmi. Kemurðu með?

Hoppaðu…

3.9.2006

Frá:
All
hat
no
cattle…