Í íþróttum tíðkast það oft að fá erlendan þjálfara til þess að halda utan um landsliðið. Hann horfir á hópinn með ferskum augum og velur liðið á grundvelli hæfileika og samfellu í leik, ekki persónulegra sambanda og annarra klíkukenndra ástæðna.
Nú hefur norski stórmálarinn Odd Nerdrum valið með sér til sýningahalds í Færeyjum það landslið listafólks sem honum hugnast hvað best. Ekki verður annað séð en að Odd hafi tekist valið með afbrigðum vel. Stefán þekki ég hvað síst en Karólína, Georg Guðni og Kristín eru öll í fremstu röð íslenskra listamanna. Gott er að vita til þess að alvörulist verður sýnd í Færeyjum í nafni Íslands en ekki bara eitthvert dútl og leikaraskapur.