Framsal?

23.8.2006

Ungur íslenskur ólánsmaður var tekinn með umtalsvert hass og meira dóp á leið inn í Brasilíu. Íslenskur blaðamaður spyr um það hjá ráðuneytinu hvort sótt verði um framsal mannsins.
Hvers vegna í ósköpunum ætti að gera það? Ég veit ekki betur en að íslensk fangelsi séu að fyllast af erlendum dópsmyglurum og engum dettur annað í hug en að þeir eigi að sitja af sér dóminn í landinu þar sem brotið var framið. Hví skyldi annað gilda um þennan mann nema lífi hans sé hreinlega stefnt í stórhættu í fangelsum Brasilíu? Hann gæti til dæmis notað tímann, lært portúgölsku og gert sér mat úr því síðar í lífinu.
Danskurinn segir:«Som man reder så ligger man,» og tjallinn: «Making the best out of a bad situation

One Response to “Framsal?”

  1. Greta Björg Says:

    …Auk þess eru fangelsin hérna heima yfirfull af þeim sem brjóta „bara“ af sér hérna heima, löggan fær ekki lengur inni fyrir þá sem hún vill stinga inn. Þetta var mikið í fréttum nýverið, en þá varst þú nú sjálfsagt á kafi í músík…


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: