Frábært veður við Ledreborg slot í Lejre, góð sæti, ágætis viðurgjörningur, Povl Dissing, Benny Andersen, DR Radioorkester og kór. Og svo:

Grand Hotel
Something Magic
Butterfly Boys
Homburg
The VIP Room
Fires (Which Burnt Brightly)
Nothing But the Truth
Into the Flood
Simple Sister
A Salty Dog
An Old English Dream
Sympathy for The Hard of Hearing
A Whiter Shade of Pale
Aukalög:
Whaling Stories
Conquistador

Glæstur árangur

23.8.2006

Um fimm hundruð starfsmenn Glitnis hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu og kostaði það bankann ríflega 21 milljón króna í áheit. Það mun slaga hátt í mánaðarlaun eins bankastjóra hans á árinu 2005 að sögn tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Máltækið hlaup en lítið kaup á aldeilis ekki við hér.

Framsal?

23.8.2006

Ungur íslenskur ólánsmaður var tekinn með umtalsvert hass og meira dóp á leið inn í Brasilíu. Íslenskur blaðamaður spyr um það hjá ráðuneytinu hvort sótt verði um framsal mannsins.
Hvers vegna í ósköpunum ætti að gera það? Ég veit ekki betur en að íslensk fangelsi séu að fyllast af erlendum dópsmyglurum og engum dettur annað í hug en að þeir eigi að sitja af sér dóminn í landinu þar sem brotið var framið. Hví skyldi annað gilda um þennan mann nema lífi hans sé hreinlega stefnt í stórhættu í fangelsum Brasilíu? Hann gæti til dæmis notað tímann, lært portúgölsku og gert sér mat úr því síðar í lífinu.
Danskurinn segir:«Som man reder så ligger man,» og tjallinn: «Making the best out of a bad situation