Smárar eru þriggja laufa, það er þeirra eðli.
Þó virðist sem einstaka smárar hafi þá undarlegu hneigð að hafa fjögur lauf. Menn geta reynt að mótmæla því að það sé einmitt þessum smárum eðlislægt en það er óumdeilt að þeir eru til. Og hvað er þá til ráða?
Myndi einhverjum grasafræðingum detta í hug að auglýsa námskeið um að frelsa fjögurra laufa smárana úr fjötrum sínum? Og myndi það einhverju breyta um fjögurra-laufa-hneigð þessara smára? Ég held ekki.