Fjöldi eldflauga?

13.8.2006

Stríðið í Líbanon hefur nú staðið um hríð og á hverjum degi er tíundað samviskusamlega hve mörgum eldflaugum Hizballah-menn hafa skotið á Ísrael. En hefur einhver tölu á þeim flugskeytum sem Ísraelsmenn hafa skotið á Líbanon? Hvers vegna er fjöldi þeirra ekki eins fréttnæmur? Og hvað segir það okkur um fréttaveituna sem íslenskir fjölmiðlar eru á spena hjá?

2 Responses to “Fjöldi eldflauga?”

 1. Sigurður Arnarson Says:

  Yfirlýst markmið Ísraelsmanna voru:
  1. Frelsa einn ísraelskan hermann
  2. ganga milli bols og höfuðs á Hizbollah-mönnum.

  Þannig má líta á hvern fallinn ísraelskan hermann og hverja eldflaug sem skotið er af liðsmönnum Hizbollah sem sönnun þess að árisir Ísraelshers á óbreytta borgara hafi ekki borið tilætlaðan árangur.

  Meira en þúsund manns liggja í valnum í Líbanon, þar af um þriðjungurinn börn yngri en 12 ára og sennilega innan við hundrað liðsmenn Hizbolllah. Það er talað um börn “yngri en 12 ára” því Ísraelríki hefur ekki viðurkennt barnasáttmála SÞ sem gerir ráð fyrir að börn séu börn til 18 ára aldurs.

  Ætli hægt verði að panta hizbollur á bolludaginn?

 2. Matti Says:

  Í Knesset eru allir hizbolludagar sprengidagar.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: