Fjöldi eldflauga?

13.8.2006

Stríðið í Líbanon hefur nú staðið um hríð og á hverjum degi er tíundað samviskusamlega hve mörgum eldflaugum Hizballah-menn hafa skotið á Ísrael. En hefur einhver tölu á þeim flugskeytum sem Ísraelsmenn hafa skotið á Líbanon? Hvers vegna er fjöldi þeirra ekki eins fréttnæmur? Og hvað segir það okkur um fréttaveituna sem íslenskir fjölmiðlar eru á spena hjá?

Hugarfarið skýrt

13.8.2006

Í lundamálinu svokallaða kristallast afstaða Íslendinga til auðlinda. Flestir virðast hafa mikla samúð með ráðherranum og sumir lýsa því jafnvel yfir að þeir beri virðingu fyrir veiðiþjófum. Fáir líta málið alvarlegum augum. Það er vegna þess að hér er ,,bara“ um sameiginlega auðlind þjóðarinnar að ræða.
Öðru mál hefði gegnt hefði Einar stolist til að veiða úr kvóta einhvers sægreifans. Þá hefði verið hrópað hátt um þjófa og rummunga og brotamenn sem mætti hundelta hvar sem er. Þar er nefnilega um einkaeign að ræða, fiskinn í sjónum.