Póstmódernismi í praksís

11.8.2006

Íslendingar stæra sig stundum af því að vera söguþjóðin en arfleifðin er nú fremur rýr.
Þjóðlagahefð okkar er í heild sinni geymd á safni á Siglufirði og hér eru engin virkilega gömul hús uppistandandi.
Þjóðminjasafnið tók sig til og safnaði á einn stað öllum gömlu íslensku bátunum sem til eru og setti þá í hálfopna skemmu svo hægt væri að kveikja í þeim öllum á einu bretti.
Þjóðbúningur karla var hannaður á síðasta áratug og jóla- og hátíðahefðir okkar í mat og drykk eru nær allar innfluttar, áður fyrr frá Danmörku en nú frá Ameríku. Við erum skotfljótir að gleypa við erlendum siðum vegna þess að við söknum þess svo að eiga enga sjálfir. Byggingalistin er eins og sýnishorn af vestrænum byggingahefðum og þéttbýlisskipulagið er svo ferlegt að það er tekið sem dæmi í erlendum sjónvarpsþáttum um hvernig ekki eigi að skipuleggja borgir.
Það nýjasta er að drjúgur hluti þjóðarinnar breytist í flóttafólk sem hírist í tjaldbúðum fyrstu helgina í ágúst og verður svo hýr viku síðar.

%d bloggurum líkar þetta: