Þegar Kárahnúkadeilan stóð sem hæst hér um árið og á meðan enn hefði verið hægt að stöðva framkvæmdina var forsvarsmönnum Framsóknarflokksins mikið niðri fyrir og skiptu þeir gjarnan rökum í raunrök og tilfinningarök. Höfðu þeir mestu skömm á tilfinningarökum og töldu þau hvergi eiga heima í pólitískri umræðu.
Einmitt þess vegna er athyglisvert að fylgjast með valdabaráttunni í flokknum þar sem allir frambjóðendur berjast fyrir framgangi sínum með… Já, laukrétt, tilfinningarökum.