Þjóðarmorð?

4.8.2006

Þessar myndir af einu hverfinu í Beirút „fyrir og eftir“ loftárásir Ísraelsmanna sýna svo ekki verður um villst að það er ekki höfuðtilgangur þeirra að ná Hizbollah-mönnum. Þeir hreiðra ekki um sig á svona stöðum þótt kannski haldi einn og einn til í næstu íbúð.
Og svo er nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning að rán á ísraelskum hermanni hafi verið upphaf aðgerða í Líbanon að þessu sinni. Deginum áður námu Ísraelsmenn á brott tvo Palestíumenn og ísraelska hermanninum var rænt til þess að knýja á um að þeim yrði skilað, eftir því sem fram kemur í opinberu bréfi fjögurra merkra rithöfunda.
Árásir nú beinast einkum að hverfum kristinna manna í Beirút. Ætli margir þeirra séu gengnir til liðs við Hizbollah?
Þetta minnir á ástæðu margra Bandaríkjamanna fyrir innrásinni í Írak, að hefna fyrir árásina á Tvíturnanna þótt hún hafi verið gerð af Sádum og Egyptum.

%d bloggurum líkar þetta: