Árni Who?

4.8.2006

Svo virðist sem nokkuð öruggt sé að spá því að efsti maður á D-lista í Suðurlandskjördæmi næsta vor heiti Árni og beri ættarnafn.

Þjóðarmorð?

4.8.2006

Þessar myndir af einu hverfinu í Beirút „fyrir og eftir“ loftárásir Ísraelsmanna sýna svo ekki verður um villst að það er ekki höfuðtilgangur þeirra að ná Hizbollah-mönnum. Þeir hreiðra ekki um sig á svona stöðum þótt kannski haldi einn og einn til í næstu íbúð.
Og svo er nauðsynlegt að leiðrétta þann misskilning að rán á ísraelskum hermanni hafi verið upphaf aðgerða í Líbanon að þessu sinni. Deginum áður námu Ísraelsmenn á brott tvo Palestíumenn og ísraelska hermanninum var rænt til þess að knýja á um að þeim yrði skilað, eftir því sem fram kemur í opinberu bréfi fjögurra merkra rithöfunda.
Árásir nú beinast einkum að hverfum kristinna manna í Beirút. Ætli margir þeirra séu gengnir til liðs við Hizbollah?
Þetta minnir á ástæðu margra Bandaríkjamanna fyrir innrásinni í Írak, að hefna fyrir árásina á Tvíturnanna þótt hún hafi verið gerð af Sádum og Egyptum.

Nú eru þær tvíburasysturnar Bryndís og Freyja að leggja af stað til Keflavíkur og áfram heim til sín til Parísar. Þær hafa lýst upp líf okkar ættingjanna undanfarinn mánuð eða svo og tilveran verður nú um stund grárri en hún var. Það er strax orðið tilhlökkunarefni að hitta þær að nýju, hvort sem það gerist á Íslandi eða í Frakklandi.
Góða ferð, frænkur.