Góður dagur!!!!

27.8.2006

Í dag er góður dagur. Kristín Vala og Bragi Már ganga í hjónaband og við tekur tær hamingja svo langt sem augað eygir.

Frábært veður við Ledreborg slot í Lejre, góð sæti, ágætis viðurgjörningur, Povl Dissing, Benny Andersen, DR Radioorkester og kór. Og svo:

Grand Hotel
Something Magic
Butterfly Boys
Homburg
The VIP Room
Fires (Which Burnt Brightly)
Nothing But the Truth
Into the Flood
Simple Sister
A Salty Dog
An Old English Dream
Sympathy for The Hard of Hearing
A Whiter Shade of Pale
Aukalög:
Whaling Stories
Conquistador

Glæstur árangur

23.8.2006

Um fimm hundruð starfsmenn Glitnis hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu og kostaði það bankann ríflega 21 milljón króna í áheit. Það mun slaga hátt í mánaðarlaun eins bankastjóra hans á árinu 2005 að sögn tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Máltækið hlaup en lítið kaup á aldeilis ekki við hér.

Framsal?

23.8.2006

Ungur íslenskur ólánsmaður var tekinn með umtalsvert hass og meira dóp á leið inn í Brasilíu. Íslenskur blaðamaður spyr um það hjá ráðuneytinu hvort sótt verði um framsal mannsins.
Hvers vegna í ósköpunum ætti að gera það? Ég veit ekki betur en að íslensk fangelsi séu að fyllast af erlendum dópsmyglurum og engum dettur annað í hug en að þeir eigi að sitja af sér dóminn í landinu þar sem brotið var framið. Hví skyldi annað gilda um þennan mann nema lífi hans sé hreinlega stefnt í stórhættu í fangelsum Brasilíu? Hann gæti til dæmis notað tímann, lært portúgölsku og gert sér mat úr því síðar í lífinu.
Danskurinn segir:«Som man reder så ligger man,» og tjallinn: «Making the best out of a bad situation

Us Procolholics

18.8.2006

Þá er að leggja í hann til DK að sjá Procol Harum flytja sinfóníutónleikadagskrá sína með dönsku útvarpshljómsveitinni. Povl Dissing og Benny Andersen hita upp! Það verður ekki leiðinlegt í hallargarðinum í Lejre á laugardaginn.
„And croaks as my defuddled brain
shines on brightly,quite insane.
shine on HA. shine on HA..“

Smárar eru þriggja laufa, það er þeirra eðli.
Þó virðist sem einstaka smárar hafi þá undarlegu hneigð að hafa fjögur lauf. Menn geta reynt að mótmæla því að það sé einmitt þessum smárum eðlislægt en það er óumdeilt að þeir eru til. Og hvað er þá til ráða?
Myndi einhverjum grasafræðingum detta í hug að auglýsa námskeið um að frelsa fjögurra laufa smárana úr fjötrum sínum? Og myndi það einhverju breyta um fjögurra-laufa-hneigð þessara smára? Ég held ekki.

0-0

15.8.2006

Æ, æ, svona fór um sjóferð þá gegn Spánverjum. Vörnin lofar góðu fyrir næstu leiki  en það er ekki nóg, það þarf mörk til að vinna.
Það var afar ánægjulegt að sjá og heyra Fylkisþjálfarann knáa sem þul, hann á eftir að setja spor í fjölmiðlum með röggsamlegri túlkun sinni og notalegri nærveru. Áfram, Leifur!!

Skálkaskjólið

15.8.2006

Ísraelsmenn hafa nú loks samið um vopnahlé eftir að hafa drepið á annað þúsund Líbana, sprengt brýr og vegi um land allt í loft upp og gert harðar loftárásir á hverfi kristinna íbúa Beirút.
Er þá hermaðurinn fundinn?

Fjöldi eldflauga?

13.8.2006

Stríðið í Líbanon hefur nú staðið um hríð og á hverjum degi er tíundað samviskusamlega hve mörgum eldflaugum Hizballah-menn hafa skotið á Ísrael. En hefur einhver tölu á þeim flugskeytum sem Ísraelsmenn hafa skotið á Líbanon? Hvers vegna er fjöldi þeirra ekki eins fréttnæmur? Og hvað segir það okkur um fréttaveituna sem íslenskir fjölmiðlar eru á spena hjá?

Hugarfarið skýrt

13.8.2006

Í lundamálinu svokallaða kristallast afstaða Íslendinga til auðlinda. Flestir virðast hafa mikla samúð með ráðherranum og sumir lýsa því jafnvel yfir að þeir beri virðingu fyrir veiðiþjófum. Fáir líta málið alvarlegum augum. Það er vegna þess að hér er ,,bara“ um sameiginlega auðlind þjóðarinnar að ræða.
Öðru mál hefði gegnt hefði Einar stolist til að veiða úr kvóta einhvers sægreifans. Þá hefði verið hrópað hátt um þjófa og rummunga og brotamenn sem mætti hundelta hvar sem er. Þar er nefnilega um einkaeign að ræða, fiskinn í sjónum.