Þjóðin kann þetta …

31.7.2006

Tónleikar Sigur Rósar á Klamratúni í gærkvöldi tókust mjög vel og 15.000 manns nutu þeirra í rólegheitum og án vesens. Sama var uppi á teningnum í Fjölskyldugarðinum í fyrra þegar þúsundir mættu til að hlýða á Stuðmenn. Hvers vegna virðist þá ekki vera hægt að stefna fólki saman án ofdrykkju, barsmíða og ofbeldis af öllu tagi eins og gerist um hverja verslunarmannahelgi, þjóðhátíð eða bara í miðbænum um helgar? Skiptumst við Íslendingar í annars vegar þjóð og hins vegar óþjóðalýð og er skiptingin svona einföld, Sigur Rós/Stuðmenn eða Í svörtum fötum/Á móti sól?

%d bloggurum líkar þetta: