Brúðkaupið / Fjöldamorðin í Kana

30.7.2006

Ísraelsmenn hafa á ný heiðrað minningu fyrsta kraftaverks Jesú Krists í Kana með því að gera loftárásir á almenna borgara þar í annað sinn á áratug. Árið 1996 voru gerðar mjög harðar loftárásir á byggingu SÞ og rúmlega hundrað mannns myrtir. Nú hafa þeir endurtekið leikinn og tugir karla, kvenna og barna liggja í valnum. Í bæði skiptin hafa Ísraelsmenn sagst hafa gert árás á Hizbollah og að borgararnir hafi bara verið „hliðarafli“.
Bæði SÞ og Amnesty International rannsökuðu málið 1996 og komust að því að um viljaverk hefði verið að ræða. Fyrstu fréttir benda til að svo sé einnig nú.
Þeir kristnu menn sem endilega vilja hafa trúmál inni í þessari jöfnu ofbeldisverka fyrir botni Miðjarðarhafs ættu að íhuga betur hverjir samherjar þeirra þar eru.

%d bloggurum líkar þetta: