Uppeldissonur forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra til langs tíma hefur tekið það að sér að leiða hóp óróaseggja við að meina fólki aðgang að upplýsingum sem eru opinberar lögum samkvæmt. Það er alltaf gaman að róttæku fólki sem grípur til sinna ráða…
Slagorðið hjá SUS er: Hættum að snuðra í einkamálum annarra en ungmennasamtök flokksins sem hefur stjórnað landinu nær samfleytt síðan 1961 virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að eitt af helstu verkefnum stjórnvalda er einmitt að snuðra í einkamálum fólks.
Forsætisráðherra gæti t.d. litið til föðurlands síns en þar er hægt að nálgast á Netinu upplýsingar um tekjuskattsgrunn fólks, álagðar tekjur og skatta til þriggja ára (sjá t.d. Adresseavisen).