Þessi veröld!

27.7.2006

Við buðum Chester kanadískum vini okkar í mat í kvöld. Með í för voru systir hans og dóttir 11 ára. Systirin býr í Montreal í næstu götu við Leonard Cohen en hafði aldrei heyrt lagið „Leaving Green Sleeves“ af plötunni New Skin For The Old Ceremony svo ég skellti henni á fóninn. Þá varð dóttir Chesters alveg gáttuð. Hún hafði nefnilega aldrei séð plötuspilara.
Er heil kynslóð að missa af töfrum hljómplötunnar?

%d bloggurum líkar þetta: