Þessi veröld!

27.7.2006

Við buðum Chester kanadískum vini okkar í mat í kvöld. Með í för voru systir hans og dóttir 11 ára. Systirin býr í Montreal í næstu götu við Leonard Cohen en hafði aldrei heyrt lagið „Leaving Green Sleeves“ af plötunni New Skin For The Old Ceremony svo ég skellti henni á fóninn. Þá varð dóttir Chesters alveg gáttuð. Hún hafði nefnilega aldrei séð plötuspilara.
Er heil kynslóð að missa af töfrum hljómplötunnar?

Fyrir mörgum árum þýddi ég frétt þar sem ákafur fréttamaður spurði útlending sem lent hafði í hremmingum á Íslandi: „Did you be afraid?“
Af skömmum mínum lét ég engan vita og fréttin rúllaði út með spurningunni. Það tók enginn á fréttastofunni eftir villunni!