Betlað í Smáralind

26.7.2006

Þegar maður heyrir orðið betl koma fyrst upp í hugann myndir af fólki á borð við manninn á myndinni hér við hliðina. Það á þó ekki við um Smáralind en þangað villtist ég í dag, illu heilli. Ég eigraði þar um á meðan konan var í búð og á fimm mínútum komu tvær stelpur á 11-13 ára aldrinum (báðar með vinkonu sér við hlið) til mín til að betla peninga. Ég trúði ekki mínum eigin augum.
Það þarf að taka á þessu áður en lengra er gengið. Vel klæddar smástelpur eiga ekki að ganga að ókunnum körlum (eða neinum öðrum) og biðja um peninga í verslunarmiðstöðvum þar sem allt er til sölu.

2 Responses to “Betlað í Smáralind”

  1. Greta Björg Says:

    Hvert stefnir þessi blessaða þjóð okkar?!

  2. Matti Says:

    Legg í lófa karls, karls,
    karl skal ekki sjá.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: