Mörg er matarholan

19.7.2006

Norrænt fólk og fjölskyldur þeirra eru sóttar til Líbanon og þótt Norðmenn séu skammaðir fyrir að skilja Íslendinga eftir verður að hafa í huga að þeir skildu líka landa sína eftir því eigi var rúm fyrir þá alla í rútunum.
Okkar fólk þarf þó ekki að borga fyrir flutningana, öfugt við um 8.000 bandaríska ríkisborgara sem vilja flýja Líbanon og skip hefur verið sent eftir. Þeir verða að skrifa undir skuldabréf upp á sem svarar flugfargjaldi til Kýpur eða 120 til 150 dali. Hinn kosturinn er svo sá að fara hvergi og eiga á hættu að vera drepin(n) – af bandarískum sprengjum.

%d bloggurum líkar þetta: