Hvað eru matvæli?

14.7.2006

Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar leggur til að matarreikningur fjölskyldna landsins verði lækkaður um tugi þúsunda með því að lækka vsk. á gosi og sælgæti af ýmsu tagi. Ef kók og prins telst til matvæla þá leyfi ég mér að benda á aðra vörutegund sem stöðugt algengara verður að landinn neyti í hæfilegu magni við matarborð sín. Þar er um að ræða léttvín og bjór. Það væri örugglega hægt að lækka þennan títtnefnda matarreikning um annað eins með hóflegri álagningu á þær vörur.
Það er svo allt annað mál hvað Lýðheilsustofnun og Neytendasamtökin segja um allar þessar tillögur.
Það er eiginlega alveg ótrúlegt að sælgæti skuli talið til matvæla og segir það meira en margt annað um þá þrýstihópa sem hér hafa lengi haft aðgang að ráðamönnum. Fyrir 30 árum var úrval í matarverslunum af mjög skornum skammti, brauðtegundir fáar og lélegar og álegg allt í skötulíki nema sultur, ostur í blokkum og kindakæfa. En á sama tíma var hægt að fá ótal tegundir af sætu kexi. Hvaða sjónarmið réðu þar för?

One Response to “Hvað eru matvæli?”

  1. hemmi Says:

    blessaður gamli, hvað er e-mail addressan þín? þú getur sent mér hana á hemmidk@simnet.is Kveðja Hemmi.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: