Staksteinar og Íslandsvinir

13.7.2006

Staksteinar eru dálkur ritstjórnar Morgunblaðsins þar sem það er sagt sem ritstjórar vilja eða þora ekki að segja í leiðurum. Vinsælt er að skamma forsetann þar og í dag er honum lesinn pistillinn fyrir að láta glepjast af fræga fólkinu í USA.
Öðruvísi mér áður brá. Hugtakið Íslandsvinur er jú fundið upp af blaðamönnum yfir þá úr hópi fræga fólksins sem einhver afskipti eiga af Íslandi og Íslendingum. Við höfum öll lesið ófáa dálksentimetrana um þannig samræður, yfirlýsingar og loforð sem Staksteinar segja nú að séu hjómið eitt.
Og Staksteinar og æðstu menn í Kína eru reyndar sammála um tilgangsleysi þess að blaðra við frægt fólk í Hvíta húsinu. Í fyrra var forseti Kína í heimsókn í Bandaríkjunum og vakti það mikla athygli þegar hann fyrstur erlendra þjóðhöfðingja hafnaði heimboði frá Bush. Kínverjinn vildi fremur verja dýrmætum tíma sínum í að ræða við forsvarsmenn úr viðskipalífinu.
Hver var að tala um óvænta bólfélaga?

%d bloggurum líkar þetta: