Zidane & Ísrael

11.7.2006

Allir ræða um Zidane sem rekinn var af velli með sitt 14. rauða spjald í blálokin á úrslitaleiknum. Ekki notalegur endir á ferli mikils íþróttamanns en hann var engu að síður kjörinn (skalla)leikmaður HM 2006.
Víðar er þó að finna ofbeldi gagnvart fótboltaspilurum og það versta um langa hríð átti sér stað á Gaza í gær þegar Ísraelsher drap þrjá (eða fjóra, fréttum ber ekki saman) unga pilta sem voru í fótbolta. Reyndar voru alls 14 borgarar drepnir þann sólarhringinn í skotárásum. Í þessu ljósi séð er brot arabans Zidane smávægilegt miðað við morð Ísraelshers á almennum borgurum í Palestínu.

2 Responses to “Zidane & Ísrael”

  1. Hemmi Says:

    Það er í raun óþolandi þetta ástand á Gaza, þetta er svo sannarlega leikur kattarins eða kannski er orðið betur lýsandi Ljónsins að músinni, Ísraelsher er einn sá sterkasti og best tækjum búni her í heimi að berjast við skæruliða sem hafa nánast eingöngu steinana sem liggja á götunni að vopni, og sama hversu mikil vitleysan er sem þeir gera standa Bandaríkin alltaf sem klettur bak við þá, ég er viss um það að það verður aldrei friður á þessu svæði, því meira sem þeir tala um frið og friðarviðræður því mun meiri ófriður verður, það er því miður raunin!!!

  2. Matti Says:

    Fyrir nokkrum árum kom fram í sjónvarpsþætti að Bandaríkjamenn létu Ísrael fá vopnabúnað fyrir um 120 milljarða króna árlega. Þannig styrkur kallar á ójafnan leik gegn herlausri þjóð sem full er örvæntingar. Því verður stutt í hryðjuverk og þann sorgarleik sem auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er.


Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: