Zidane & Ísrael

11.7.2006

Allir ræða um Zidane sem rekinn var af velli með sitt 14. rauða spjald í blálokin á úrslitaleiknum. Ekki notalegur endir á ferli mikils íþróttamanns en hann var engu að síður kjörinn (skalla)leikmaður HM 2006.
Víðar er þó að finna ofbeldi gagnvart fótboltaspilurum og það versta um langa hríð átti sér stað á Gaza í gær þegar Ísraelsher drap þrjá (eða fjóra, fréttum ber ekki saman) unga pilta sem voru í fótbolta. Reyndar voru alls 14 borgarar drepnir þann sólarhringinn í skotárásum. Í þessu ljósi séð er brot arabans Zidane smávægilegt miðað við morð Ísraelshers á almennum borgurum í Palestínu.