The Seeger Sessions

8.7.2006

„I’ve seen the future of rock and roll and its name is Bruce Springsteen“, sagði gagnrýnandinn Jon Landau á fyrri hluta áttunda áratugar eftir tónleika með goðinu. Og sjá, skömmu síðar sló Bruce í gegn á heimsvísu með „Born to Run“ og varð ofurstjarna og „The Boss“ með sitt sveitta stórborga- og þjóðvegarokk sem á bestu stundum er mikil guðs gjöf.
Á ýmsu hefur gengið á ferlinum, t.d. var Nebraska 1981 að mörgu leyti hrein eftirlíking af mýkstu lögum Woodys gamla Guthrie og annarra þjóðlagaflytjenda (t.d. Tom Paxton). Þjóðlagatónninn var reyndar undirliggjandi nær allan ferilinn og nú hefur Bruce stigið skrefið til fulls og gefið út þessa dásamlegu plötu með lögum sem tengjast Pete Seeger. Pete er að verða níræður en er mjög ánægður með flest á nýju plötunni og segir að það sé óþarfi að finna lög alltaf upp að nýju, stundum sé ágætt að flytja þau bara vel. Og einhvern veginn heyri ég þessa tónlist ekki fyrir mér í þungum hljóðgervlaútsetningum með flóknum sólóum og taktskiptingum.
Daninn Kim Skotte er þó ekki alveg jafn hrifinn og endar sína gagnrýni á því að segja: „I’ve seen the past of rock and roll and its name is Bruce Springsteen“. Ekki fallega sagt…
Pete Seeger sjálfur berst nú af hörku gegn Íraksstríði Bush yngra.

%d bloggurum líkar þetta: