Áhugavert gras

5.7.2006

Ronaldo hinn portúgalski virðist vera sérstaklega áhugasamur um gras á fótboltavöllum. Að minnsta kosti var hann sí og æ að kasta sér niður og finna eitthvað sem virtist koma honum á óvart því hann leit svo gjarnan upp með undrunarsvip. Þarna er kannski komin fram hliðarmerking orðtækisins að lúta í gras sem virðist vera svo mörgum sparkfræðingum töm.

%d bloggurum líkar þetta: