Áhugavert gras

5.7.2006

Ronaldo hinn portúgalski virðist vera sérstaklega áhugasamur um gras á fótboltavöllum. Að minnsta kosti var hann sí og æ að kasta sér niður og finna eitthvað sem virtist koma honum á óvart því hann leit svo gjarnan upp með undrunarsvip. Þarna er kannski komin fram hliðarmerking orðtækisins að lúta í gras sem virðist vera svo mörgum sparkfræðingum töm.

Í gærkvöldi börðust tvö af þremur helstu öxulveldum síðara heimsstríðs 20. aldar á grænu grasi í Dortmund. Það vantaði bara japanskan dómara til að fullkomna þrennuna.

Hörkuspennandi leikur og sanngjörn úrslit, þrátt fyrir allt. En nú þarf Marshall-áætlun til að hugga þýsku þjóðina.